Kolbeinn Arnbjörnsson

Kolbeinn Arnbjörnsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Kolbeinn er Ólafsfirðingur sem flutti eftir myndlistarnám til Reykjavíkur þar sem hann smitaðist af leiklistarbakteríunni í gegnum Stúdentaleikhúsið. 

Eftir útskrift hefur Kolbeinn unnið jöfnum höndum í kvikmyndum, þáttaröðum, útvarpi, handritaskrifum og í sjálfstæðu leikhússenunni þar sem hann hefur starfað sem leikari og höfundur.  Hlaut hann þar tilnefningar og verðlaun fyrir verk á borð við Frama, Petru, Þúsund ára þögn og SOL. Af leik í sjónvarpi og kvikmyndum má nefna þáttaraðirnar Steindann okkar, Ferðalok, Hraunið, Rétt og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Autumn Lights, Andið eðlilega og Skuggahverfið.