Kolbeinn Arnbjörnsson

Kolbeinn Arnbjörnsson útskrifaðist úr leiklistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Kolbeinn er Ólafsfirðingur sem flutti eftir myndlistarnám til Reykjavíkur þar sem hann smitaðist af leiklistarbakteríunni í gegnum Stúdentaleikhúsið. 

Eftir útskrift hefur Kolbeinn unnið jöfnum höndum í kvikmyndum, þáttaröðum, útvarpi, handritaskrifum og í sjálfstæðu leikhússenunni þar sem hann hefur starfað sem leikari og höfundur.  Hlaut hann þar tilnefningar og verðlaun fyrir verk á borð við Frama, Petru, Þúsund ára þögn og SOL. Kolbeinn rekur ásamt eiginkonu sinni sviðslistafélagið Lið fyrir Lið þar sem fyrsta verkefni þeirra hjóna var náttúruleikhúsverkið Skarfur sem Kolbeinn skrifaði. Af leik í sjónvarpi og kvikmyndum má nefna þáttaraðirnar Steindann okkar, Ferðalok, Hraunið, Rétt og Stellu Blomkvist og kvikmyndirnar Autumn Lights, Andið eðlilega og Skuggahverfið.