Kristín Lea

Kristín Lea er fædd 1988 í Keflavík og ólst þar upp sem einbirni. Sjálfstæðið bankaði snemma upp á hjá henni og listin hefur alltaf verið henni nær. Kristín byrjaði að leika í leikritum og semja ljóð og leikrit í grunnskóla og í framhaldsskóla tók við auglýsinga og stuttmyndaleikur. Þar kynntist hún kvikmyndaforminu og ákvað að verða leikkona. Kristín útskrifaðist sem leikkona árið 2011 og hefur leikið í bíómyndum og þáttum á borð við Ófærð 2, Vonarstræti, Lof mér að falla, Stella Blómkvist, Víti í Vestmannaeyjum,  og Venjulegt fólk.

Samhliða leiklistinni hefur Kristín leikþjálfað unga og óreynda leikara fyrir verðlaunamyndir eins og Hjartastein, Lof mér að falla og Ófærð 2. Auk þess að standa að leikaravali fyrir þó nokkur verkefni.

Raddprufur