Lilja Nótt Þórarinsdóttir

Lilja Nótt var ákveðin frá ungaaldri að leiklistinn væri leiðin hennar. Afi hennar vann í Þjóðleikhúsinu í áratugi og fékk hún oft að sniglast þar um sem barn. Sem stúdent af málabraut talar hún 6 tungumál utan íslensku. Eftir nokkur ár af ferðalögum um heiminn sótti hún um í leiklistardeild LHÍ 2005 og útskrifaðist með BA í leiklist 2009. Fyrir þann tíma hafði hún samt þegar tekið þátt og leikið í nokkrum stórum verkefnum í kvikmyndum og sjónvarpi eins og 101 Rvk og Strákarnir okkar. Strax eftir útskrift komst Lilja Nótt á samning hjá Þjóðleikhúsinu og fór m.a. með hlutverk Snæfríðar Íslandssólar í 60 afmælissýningu leikhússins á Íslandsklukkunni.

Hún hefur starfað við leikhúsið með hléum síðan auk þess sem hún hefur sett upp sínar eigin sýningar víðsvegar um borgina. Einnig hefur hún leikið í sjónvarpi og kvikmyndum í bæði innlendum og erlendum og unnið fyrir leikstjóra svo sem George Clooney, Wachowski systur, Baltasar Kormák, Börk Sigþórsson ofl.