Máni Arnarson

Máni Arnarson er leikari og verkfræðingur. Hann hefur leikið í ótal sýningum með Improv ísland auk þessa að skrifa og leika í leikverkum og sjónvarpsþáttum. Hann hefur kennt fjölda spunanámskeiða, bæði á vegum Improv Ísland og Kvikmyndaskólans. Hann hefur mikla reynslu af því að halda vinnustofur og vera með hópefli í íslenskum fyrirtækjum þar sem unnið er út frá aðferðafræði spunans. Máni hefur starfað við hugbúnaðarþróun og sem ráðgjafaverkfræðingur.