Margrét Vilhjálmsdóttir

Margrét útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands (nú Sviðslistabraut LHÍ) vorið 1994, hún hefur leikið yfir 50 hlutverk á hartnær 30 ára ferli, jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Ásamt því hefur Margrét samið og leikstýrt eigin hugverkum, leiksýningum, gjörningum og listviðburðum. Margrét hefur haldið utan um stóra viðburði til að vekja athygli á náttúrvernd og náttúrubaráttu og stærsti viðburðurinn Náttúrutónleikarnir í Laugardalshöll 2006. Meðal stórra hlutverka síðustu ár má nefna Madame Thénardier í Vesalingunum, Lady Macbeth. Elisbeth Procter í Eldfórninni, en Margrét fékk Grímuna fyrir frammistöðu sína í því hlutverki. Margrét lék Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf ásamt Geirþrúði í Himnaríki og Helvíti í Borgarleikhúsinu. Í Noregi hefur hún leikið á sviði, síðustu misseri, í Framúrskarandi vinkonu og Når det Stormer som verst. Margrét lék einnig hlutverk Ásu í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð 3.

Margrét hefur ótal sinnum verið tilnefnd til Grímunar og Eddunar fyrir hlutverk sín bæði á sviði og í kivkmyndum. Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, hefur hún hlotið í tvígang og Edduna fékk hún fyrir hlutverk sitt í Mávahlátri. Margrét var valin Shootingstar sem fulltrúi Íslands á Berlinale Film Festival og fékk Stefaníustjakann, heiðursverðlaun í leiklist 1997.