María Thelma Smáradóttir

Sumarið 2016 útskrifaðist María Thelma Smáradóttir af Leikarabraut Listaháskóla Íslands með BA í leiklist. Strax eftir útskrift fór hún með hlutverk Írisar í sjónvarpsþáttunum Fangar í leikstjórn Ragnars Bragasonar.
Aðeins 23 ára gömul hreppti María Thelma annað aðalhlutverkið á móti danska stórleikaranum Mads Mikkelsen í kvikmyndinni Arctic sem leikstýrð var af hinum bandaríska Joe Penna. Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes vorið 2018 við góðar viðtökur. 

María Thelma hefur verið verkefnaráðin hjá Þjóðleikhúsinu frá árinu 2017 og var meðal annars tilnefnd til Grímunnar sem Sproti Ársins 2019 fyrir leikverkið Velkomin heim, sem hún skrifaði ásamt Köru Hergilsdóttur og Andreu Vilhjálmsdóttur. 
Samhliða leikhúsinu hefur María einnig leikið í hinum ýmsum stuttmyndum. Hún lék meðal annars í Forget You undir leikstjórn stórleikkonunnar Naomi Scott og einnig í stuttmyndinni Ég eftir Völu Ómarsdóttur sem hlotið hefur einróma lof gagnrýnenda. 

María Thelma fór með eitt aðalhlutverkanna í gamanþáttunum Hver drap Friðrik Dór sem sýndir voru á Sjónvarpi Símans veturinn 2021. Nýverið lauk hún tökum í þriðju þáttaröð hinna vinsælu sjónvarpsþátta Ófærð, þar sem hún fer með hlutverk Elísabetar. Þættirnir eru í leikstjórn Baltasars Kormáks, Barkar Sigþórssonar og Katrínar Björgvinsdóttur.

Á döfinni 2021-2022:
“Afturelding” Leikstýrt af Dóra DNA og Hafsteini Gunnari Sigurðssyni
“Tempest Of Dust” Leikstýrt af Neven Rufo
“Íslandsklukkan” Þjóðleikhúsið 

Raddprufur