Mikael Kaaber

Mikael er reyndur leikari og handritshöfundur. Mikael byrjaði ungur að þreifa fyrir sér í leiklistinni. Aðeins 5 ára gamall lék hann 50 sýningar af Sitji guðs englum fyrir framan fullan Þjóðleikhússal. Hann iðkaði leiklist af miklum krafti næstu árinn hjá Sönglist, þar sem hann tók þátt í tugum leikrita. 

Mikael stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og tók þátt í öllum þeim söngleikjum og leiksýningum sem hægt var að sækja. Hann hlaut sérstaklega mikið lof fyrir hlutverk sitt sem Brjánn í The breakfast club og vann til verðlauna á Menntaskóla Grímuni 2017 fyrir Besta leik í aðalhlutverki og Björtustu vonina. Eftir útskrift  skrifaði hann og lék ásamt öðrum frábærum ungmennum í leikritinu Fyrsta skiptið sem hlaut mikið lof og var m.a. valinn ein af bestu sýningum ársins hjá Morgunblaðinu. Sýningin var svo keypt af Sjónvarpi Símans. Í dag er verið að æfa hana upp af breskum leikhóp sem mun ferðast með hana um Evrópu. 

Hann hefur ekki einungis komið fram á sviði, heldur einnig á hvíta tjaldinu. Kvikmynda og Sjónvarpshlutverk sem Mikael hefur tekið að sér eru t.d. Máni í Mannasiðir (Manners) eftir Maríu Reyndal, Benni í Iceland is best eftir Max Newsom og Málmhaus (Metalhead) eftir Ragnar Bragason ásamt því að leika nokkur hlutverk í sketcha-seríunni Meikar ekki sens og komið fram í Áramótaskaupinu 2017 og 2019. Nú síðast lék hann Arnar í þáttaröðinni Vitjanir (Fractures) sem verður sýnd á RÚV í byrjun árs 2022. 

Mikael hefur síðustu tvö ár séð um Krakkaskaupið fyrir RÚV ásamt Berglindi Öldu. Saman hafa þau einnig verið kynnar Skrekks tvisvar, tekið þátt í skrifum og leik fyrir sketcha þættina VANDRÓ og komið fram sem kynnar við allskyns tilefni.