Ragnar Ísleifur Bragason

Ragnar Ísleifur Bragason fæddist í Reykjavík árið 1977 og er útskrifaður frá sviðshöfundarbraut Listaháskóla Íslands. Árið 2008 gaf hann út ljóðabókina Á meðan. Hann hefur unnið með ýmsum leikhópum t.a.m. Vaðal, Kriðpleir og 16 elskendum. Undanfarin ár hefur hann tekið þátt í bæði dans- og leiksýningum á borð við Eyjaskegg, Kæra manneskja, Blokk, Tiny Guy, Síðbúin rannsókn, Krísufundur, Ævisaga einhvers, Sýning ársins og Rannsókn ársins: leitin að tilgangi lífsins. Ragnar er einnig meðhöfundur og aðalleikari í tveimur útvarpsverkum með leikhópnum Kriðpleir, Bónusferðin og Litlu jólin sem voru flutt á RÚV. Ragnar hefur nokkrum sinnum verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir verk sín með leikhópnum Kriðpleir og eitt sinni hlotið þau með leikhópnum 16 elskendum. Einnig hefur hann leikið hlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum. Má þar nefna Hver drap Friðrik Dór og Jarðarförin mín en í þeim síðarnefndu fékk hann að leika á móti átrúnaðaragoðinu sínu, Ladda. Ragnar Ísleifur lék líka hlutverk í kvikmyndinni Héraðið. Hann frumsýndi einleikinn Gamall haustið 2018. Ragnar hefur gaman af lífinu og tilverunni og á son og dóttur sem hann fílar mjög vel. Hann starfar einnig sem leiðsögumaður og er með meirapróf á rútu.