Ragnheiður Ragnarsdóttir

Ragnheiður Ragnarsdóttir eða Ragga Ragnars eins og hún er jafnan kölluð er íslensk leikkona, söngkona og höfundur. Ragga var ein besta sundkona Íslands í um áratug og tók meðal annars þátt í tvennum Ólympíuleikum fyrir hönd Íslands. Eftir íþróttaferilinn fór Ragga til Los Angeles þar sem hún lærði leiklist í New York Film Academy og eftir námið vann hún í borg englanna í eitt ár við ýmis kvikmyndaverkefni, stór sem smá. 

Ragga fer með aðalhlutverk í sjónvarpsþáttunum Vikings (MGM, HBO, Amazon Studios), þar sem hún leikur Gunnhildi, drottningu af Kattegat. Persónan Gunnhildur er byggð á Gunnhildi Konungamóður úr Íslendingasögunum. Ragga hefur unnið mikið við talsetningu og leikur meðal annars NPC (Non Player Character) í tölvuleiknum Assassin’s Creed: Valhalla og í Bandarísku teiknimyndaseríunni ARK (Studio Wildcard), sem er byggð á tölvuleik sem ber sama nafn . Þar leikur hún Queen Sigrid. 

Ragga gaf út sitt fyrsta lag, Broken Wings árið 2020 sem hún skrifaði og samdi með Kieran O’Reilly.