Sævar Helgi Bragason er rithöfundur, dagskrárgerðarmaður, fyrirlesari og alþýðufræðari. Hann er jarðfræðingur að mennt, stjörnufræðikennari og hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir framúrskarandi miðlun vísinda til almennings, sér í lagi barna. Sævar hefur gefið út fimm vísindabækur fyrir bæði börn og fullorðna. Undanfarin ár hefur hann starfað við dagskrárgerð í útvarpi (Rás 1 og Rás 2) og sjónvarpi þar sem hann var umsjónarmaður Hvað höfum við gert? (2019) og Hvað getum við gert? (2021), þáttaraðar um loftslagsmál sem framleiddir voru af Sagafilm og sýndir á RÚV. Einnig hjá KrakkaRÚV þar sem hann sagði Krakkafréttir og hélt úti útvarpsþætti fyrir krakka um vísindi og tækni. Haustið 2020 endurvakti hann ásamt öðrum Nýjasta tækni og vísindi á RÚV. Sævar hefur mikla reynslu af lifandi og skemmtilegri fræðslu og skemmtunum um vísindi og náttúruna fyrir fólk á öllum aldri.
Sævar hefur reynslu af því að stýra fundum og umræðum sem tengjast ýmsum samfélagslegum málefnum. Einnig hefur hann talað inn á sjónvarpsþætti og ýmislegt annað.