Saga Garðarsdóttir

Saga Garðarsdóttir, útskrifaðist frá leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2012. Þá um haustið hóf hún störf hjá Þjóðleikhúsinu og var þar fram til ársins 2014 og lék meðal annars í uppsetningu Benedict Andrews á Mackbeth, Englum Alheimsins í leikstjórn Þorleifs Arnars og í Dýrunum í Hálsaskógi í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Þá skrifaði hún m.a. leikritið Kenneth Mána fyrir Borgarleikhúsið, Þetta er grín án djóks fyrir Menningarfélag Akureyrar og Veislu sem var sýnd í Borgarleikhúsinu 2021-2022. 

Saga hefur einnig leikið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttunum, síðast Aftureldingu og Randalín og Mundi – dagar í desember sem hún skrifaði líka. Saga var í handritsteymi Áramótaskaupsins 2022 og 2017 sem hlutu bæði Edduverðlaun gamanefni ársins. 

Hún kemur reglulega fram sem uppistandari og með spunahópnum Improv ísland sem hefur verið með reglulegar sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum frá haustinu 2015.