Selma Rán Lima (1996) er leikkona ættuð frá Íslandi og Grænhöfðaeyjum. Hún útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands vorið 2024.
Selma hefur talsverða reynslu af sviðsleik, enda alin upp í áhugaleikfélögum höfuðborgarsvæðisins frá unga aldri. Eftir grunnskóla hóf hún nám á leiklistarbraut FG, þar sem hún tók bæði þátt í söngleikja uppsetningum og keppti í Söngkeppni framhaldsskólanna. Selma er einnig tónlistarkona, spilar á ýmis hljóðfæri og hefur lokið miðprófi í rhytmískum söng frá Tónlistarskóla FÍH. Hún tjáir sig mikið í gegnum tónlist, bæði syngjandi og dansandi, en hún æfði samkvæmisdans í átta ár og street dans í tvö ár.
Árið 2020 var Selma ráðin til að semja tvö lög fyrir kvikmyndina Uglur, eftir Teit Magnússon, sem frumsýnd var 2021.
Síðsumars 2022 fór Selma með aðalhlutverk í stuttmyndinni Bókaskipti, eftir Berg Árnason, en stuttmyndin hlaut fyrstu verðlaun í sínum flokki á RIFF árið 2023.
Haustið 2023 lauk Selma BADC (British Academy of Dramatic Combat) foundation-námskeiði í rapier skylmingum og óvopnuðum bargada.
Selma gekk til liðs við Þjóðleikhúsið strax að loknu námi og fer með tvö hlutverk leikárið 2024-2025; Dótturina í fjölskyldudramanu Heim eftir Hrafnhildi Hagalín og Möggu Messi í verkinu um þau Orra óstöðvandi eftir Völu Fannell, sem unnið er upp úr bókum Bjarna Fritzsonar.