Sigurður Ingvarsson

Sigurður Ingvarsson útskrifaðist sem leikari frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Á meðan hann var í náminu lék hann Johan Sveinsson í fjórðu þáttaröðinni af Killing Eve og veigamikið hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins.

Sigurður fer með hlutverk í mynd Baltasars Kormáks, Snertingu, sem kemur út 2023.

Nýverið tók Sigurður þátt í að þróa leiksýningu í Wales, Aurora Borealis eftir Ian Rowlands, sem sýnd verður á næsta ári og hann fer með eitt af aðalhlutverkum.

Sumarið 2021 fékk Sigurður styrk til að skrifa nokkur útvarpsverk fyrir Kópavogsbæ sem báru yfirtitilinn SKOKK. Handritaskrif hafa lengi verið ástríða hjá honum og árið 2022 skrifaði hann og setti upp, í samstarfi við LHÍ, einleikinn Í mínu augu, sem hann lék sjálfur.