Sigurður Ingvarsson

Sigurður Ingvarsson er 23 ára leikari og handritshöfundur. Hann stundar leikaranám við Listaháskólann þaðan sem hann mun útskrifast vorið 2022. Siggi þreytti frumraun í kvikmyndaleik í sjónvarpsmyndinni Mannasiðum eftir Maríu Reyndal sem sýnd var á RÚV og var verðlaunuð sem sjónvarpsmynd ársins 2018. Stuttu síðar fékk hann veigamikið hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Elfar Aðalsteins sem kemur út árið 2022. Nú síðast lék hann í fjórðu þáttaröðinni af Killing Eve sem kemur út 2022.

Sumarið 2021 fékk Siggi styrk til að skrifa nokkur útvarpsverk fyrir Kópavogsbæ sem báru yfirtitilinn SKOKK og mun hann leitast við að fá fleiri tækifæri á því sviði.

Áður en Siggi fór í leikaranám, stundaði hann nám í latínu og grísku við Háskóla Íslands. Áhugi hans hefur lengi legið í tungumálum og bókmenntum. Hann talar reiprennandi spænsku og ensku, og kemst vel af á þýsku og dönsku.

Raddprufur