Snæfríður Ingvarsdóttir

Snæfríður Ingvarsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1992. Hún var aðeins 11 ára þegar hún lék hlutverk Gottínu í verðlaunamyndinni Kaldaljós árið 2004. Frá unga aldri lagði hún stund á ballettnám en sneri síðan áhuga sínum frá dansi yfir í leiklist. Snæfríður er dóttir leikaranna Ingvars E. Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur síðan þá leikið bæði á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Snæfríður lék titilhlutverkið í kvikmyndinni Alma eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Myndin var framlag Íslands til Norrænu kvikmyndaverðlaunanna árið 2021. Meðal annarra verka má nefna hlutverk Hrannar í Ófærð seríu 3, Undir Halastjörnu, stuttmyndin ÉG og Eurogarðurinn.

Snæfríður var aðeins 11 ára þegar hún hlaut tilnefningu til Eddu verðlaunanna fyrir hlutverk sitt í Kaldaljósi árið 2004. Snæfríður hefur einnig leikið í ótal uppfærslum við Þjóðleikhúsið. Þar má nefna Djöflaeyjan, Atómstöðin – Endurlit, Útsending, Súper, Slá í gegn, Tímaþjófurinn, Óvinur fólksins, Hafið, Svartalogn, Fjarskaland, Kardemommubærinn og Rauða kápan. Hún hlaut tilnefningu til Grímunnar fyrir hlutverk Gerðar í Djöflaeyjunni árið 2017. Snæfríður gaf út sitt fyrsta lag Lilies árið 2023.

Raddprufur