Snjólaug Lúðvíksdóttir

Snjólaug er handritshöfundur og uppistandari. Hún lærði handritagerð í London og hefur skrifað stuttmyndir sem unnið hafa til fjölda verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum.  Hún vinnur nú að gerð spennumyndarinnar KONUR eftir samnefndri metsölubók Steinars Braga sem True North framleiðir. Einnig er hún að skrifa grínseríuna Magalúf í framleiðslu Stöðvar 2 og glæpaseríuna Stellu Blomkvist í framleiðslu Saga Film. 

Snjólaug starfar einnig sem uppistandari og kemur fram á skemmtunum og í veislum sem uppistandari / veislustjóri. Snjólaug fer með uppistand á íslensku, ensku og frönsku og hefur skemmt víðs vegar um Evrópu. Hún kom fram á Edinborgarhátíðinni árið 2019 með einkasýninguna Let It Snow undir hatti hins virta framleiðslufyrirtækis Gilded Balloon.

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is