Sólveig Guðmundsdóttir

Sólveig Guðmundsdóttir er fædd árið 1977. Hún lærði leiklist við The Arts Educational School í London og útskrifaðist árið 2002.  Sólveig er ein af stofnendum Kvenfélagsins Garps og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi leikkona, höfundur og framleiðandi við fjölda leiksýninga með sjálfstæðum leikhópum – m.a. með Hafnarfjarðarleikhúsinu, GRAL, Opið út, Rauða þræðinum, Leikhúsinu 10 fingrum og Óskabörnum ógæfunnar. 
Helstu hlutverk Sólveigar á leiksviði eru; Dís í Gunnlaðar sögu, Una í Svörtum fugli, Jórunn í Með horn á höfði, Dóri Maack í Pörupiltum, Pozzo í Beðið eftir Godot, Hjartadrottningin í Lísa í Undralandi hjá MAK, Agnes í Illsku og Sóley Rós í verkinu Sóley Rós ræstitæknir sem Sólveig skrifaði ásamt Maríu Reyndal leikstjóra. Sólveig lék einnig í EFI – dæmisaga í Þjóðleikhúsinu, Hans Blær hjá Óskabörnum ógæfunnar og  í Svartlyng hjá GRAL leikhópnum. 
Sólveig hefur farið með hlutverk í hinum ýmsu útvarpsverkum sem og í kvikmyndunum  m.a. Mannasiðum, Andið eðlilega, Lof mér að falla og Tryggð.

Barnaleikritið Lífið sem hún vann með leikhópnum 10 fingrum hlaut tvenn Grímuverðlaun árið 2015 og hefur verkið verið sýnt á barnaleikhúshátíðum víða um heim við frábærar undirtektir. Sólveig hlaut Grímuverðlaun árið 2017 í flokknum Leikkona ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í verkinu Sóley Rós ræstitæknir en leikritið hlaut einni verðlaun sem Leikrit ársins. En Sólveig skrifaði verkið ásamt Maríu Reyndal. Sólveig var einnig valin leikkona ársins í aðalhlutverki árið 2019 fyrir leik sinn í Rejunion eftir Sóleyju Ómarsdóttur. Þá hlaut Sólveig Menningarverðlaun DV 2017 fyrir leik sinn í Illsku og Sóleyju Rós.

Raddprufur