Við leitum að framtíðar- umboðsmanni

Móðurskipið, umboðsskrifstofa fyrir leikara og listamenn, leitar að jákvæðri, úrræðagóðri og skipulagðri manneskju til að sinna fjölbreyttum verkefnum. Meðal þeirra eru samskipti við viðskiptavini og skjólstæðinga hér heima og erlendis, markaðsmál, skipulag viðburða, og önnur tilfallandi verkefni stór og smá.

Viðkomandi fær tækifæri til þess að starfa í dýnamísku og spennandi umhverfi þar sem enginn dagur er eins. Starfið krefst góðra skipulagshæfileika, frumkvæðis og framúrskarandi samskiptagetu. 

Sótt er um starfið á starf@modurskipid.is með kynningarbréfi og ferilskrá.

Móðurskipið er umboðsstofa fyrir leikara, fyrirlesara og annað hæfileikafólk úr margvíslegum listgreinum. Hlutverk Móðurskipsins er að skapa tækifæri og tengja fólk. Við viljum stækka sviðið og tryggja að þeir sem leita að hæfileikafólki finni réttu manneskjuna. Móðurskipið siglir hæfileikafólki á réttu staðina og opnar á ný tækifæri í sjónvarpi, kvikmyndum, á sviði eða skemmtunum, í auglýsingum eða fyrirlestrum hér heima og erlendis.