Steiney er landsþekkt sjónvarpskona sem einnig hefur getið sér gott orð sem handritshöfundur og slegið í gegn sem veislustjóri. Hún er listrænn stjórnandi spunaleikhópsins Improv Ísland og stýrði þáttaröðunum Framapot og Heilabrot ásamt Sigurlaugu Söru Gunnarsdóttur. Framapot hlaut Edduverðlaunin sem menningarþáttur ársins og Steiney hlaut tilnefningu sem sjónvarpsmaður ársins fyrir Heilabrot. Auk þess hefur hún fengist við margvísleg sjónvarpsverkefni önnur.
Steiney er í rappsveitinni Reykjavíkurdætur sem hefur vakið gríðarlega athygli víða um heim. Þær settu upp leiksýninguna RVKDTR THE SHOW í Borgarleikhúsinu, hafa gert hlaðvörp, YouTube-þætti og fjölda tónlistarmyndbanda.
Steiney er í Kanarí-hópnum sem hefur notið mikilla vinsælda á RÚV og hefur sýnt sína eigin sýningu fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu frá 2021.
Steiney heldur úti hlaðvarpinu Einhleyp, einmana og eirðarlaus ásamt Pálma Frey Haukssyni á Útvarp 101.