Telma Huld Jóhannesdóttir

Telma hóf sinn kvikmyndaferil árið 2015 þegar hún lék annað aðalhlutverkið í kvikmyndinni Webcam e. Sigurð Anton og hefur komið víða við innan kvikmyndabransans síðan. Meðal þeirra hlutverka sem hún hefur leikið eru ́Lóa ́í Eden e. Snævar Sölva Sölvason, ‘Thelma’ í Bergmál e. Rúnar Rúnarsson & ‘Bettý’ í Vegferð e. Baldvin Z.

Hún fór í leiklistarnám í Cours Florent í París þar sem hún hlaut þjálfun í leikhúsmiðuðum í leik á bæði ensku og frönsku. Að því loknu fluttist hún til Tékklands og sótti þar kvikmynda miðað leiklistarnám við Prague Film School. Telma er fjölhæf leikkona með ríka reynslu sérstaklega í kvikmyndum þó leikhús sé þar ekki undanskilið en hún tók sem dæmis þátt í uppsetningu Óskabarna Ógæfunnar ‘Illska’ í Borgarleikhúsinu. Hún lærði einnig klassískan ballett í rúman áratug við Klassíska Listdansskólann og hún er einnig fær söngkona og textasmiður.

Telma hefur verið kölluð “Indie drottning Íslands” og hún segir það besta hrós sem hún hefur nokkurn tíman fengið.