Þorsteinn Bachmann

Þorsteinn Bachmann er fæddur í Reykjavík 1965. Hann fékk sína köllun í lífinu á síðasta ári í menntaskóla undir handleiðslu Helga Björns en þaðan lá leiðin í Leiklistarskóla Helga Skúlasonar með stuttri viðkomu í bandarískum háskóla í Florída. Þorsteinn útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og Kvikmyndaskóla Íslands ári síðar. Þorsteinn hefur leikið og kennt leiklist jöfnum höndum í þrjá áratugi. Hann hefur rekið leikhús, skóla og eigið kvikmyndafyrirtæki auk þess að leikstýra allnokkrum leiksýningum. Hann hefur leikið í fjölda leiksýninga hjá öllum helstu leikhúsum landsins og má þar nefna sýningar eins og Útlenlenski drengurinn, Endatafl og Dúkkuheimili en hann hlaut tilnefningu til Grímuverðlauna fyrir leik sinn í þeim sýningunum. Þorsteinn hefur síðastliðin fimmtán ár einbeitt að sér kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum og hefur nú leikið í hátt í hundrað verkefnum og hlotið alls tíu tilnefningar til Edduverðlauna og sjálf verðlaunin fyrir leik sinn í  Óróa, Á annan veg, Vonarstræti og Lof mér að falla.