Unnur Birna Backman

Unnur Birna er fædd árið 1998. Hún stundaði leiklistarnám við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með BA gráðu 2022.

Nýverið fór Unnur Birna með hlurverk Bríetar í þáttaseríunni Afturelding, eftir Halldór Laxness Halldórsson og Hafstein Gunnarsson, en sem barn og unglingur lék hún meðal annars í þáttaseríunum Ørnen, Hamarnum, Hrauninu og kvikmyndinni Hátíð í bæ ásamt ýmsum auglýsingum og stuttmyndum.

Unnur talsetti karakterinn Rayu úr Disneymyndinni Raya og síðasti drekinn, og hefur góða reynslu af hljóðbókalestri.