Auk leiks í Útvarpsleikhúsi RÚV og hljóðbókarlestri hefur Vigdís leikið yfir 30 hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og hlotið margar tilnefningar til Grímunnar fyrir leik sinn en hún hreppti Grímuna fyrir besta leik sem aukaleikkona fyrir leik sinn sem Yvette í Mutter Courage 2024. Meðal helstu hlutverka Vigdísar eru Ragnheiður í Nokkur augnablik um nótt, Lila í Framúrskarandi vinkonu, Konan í Húsinu, Elín í SÚPER, Rósa í Sjálfstæðu fólki, Nansí í OLIVER!, Cosette í Vesalingunum og Auður í Litlu hryllingsbúðinni.
Af því sjónvarpsefni og þeim bíómyndum sem Vigdís hefur leikið í má nefna kvikmyndirnar Eldana, Agnesi Joy og The Gold Diggers í leikstjórn Sally Potter. En í sjónvarpi King & Conqueror, Útilegu, Nokkur augnablik um nótt, Brot, Klukkur um jól og Aftureldingu.