Vigdís Hrefna Pálsdóttir

Vigdís Hrefna er leikkona, söngkona og leikstjóri. Hún er með BA gráðu í leiklist frá Leiklistardeild LHÍ, MFA gráðu í ,,Musical Theatre´´frá Royal Conservatoire of Scotland og MFA gráðu í leikstjórn frá Kent University.

Auk leiks í Útvarpsleikhúsi RÚV og hljóðbókarlestri hefur Vigdís leikið yfir 30 hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og hlotið margar tilnefningar til Grímunnar fyrir leik sinn. Meðal helstu hlutverka hennar eru Ragnheiður í Nokkur augnablik um nótt, Lila í Framúrskarandi vinkonu, Konan í Húsinu, Elín í SÚPER, Rósa í Sjálfstæðu fólki, Nansí í OLIVER!, Cosette í Vesalingunum og Auður í Litlu hryllingsbúðinni.

Af því sjónvarpsefni og þeim bíómyndum sem Vigdís hefur leikið í má nefna Gold Diggers í leikstjórn Sally Potter, Agnes Joy, Valhalla Murders, Klukkur um jól og Aftureldingu.

Vigdís hefur leikstýrt Rung lækni í Hljóðvarpi Þjóðleikhússins og leiklestri á Ímyndunarveiki Moliére.

Raddprufur