Vilhelm Anton Jónsson

Vilhelm útskrifaðist frá Háskóla Íslands með BA gráðu í heimspeki árið 2002. Flestar þekkja hann þó sem; Villa naglbít úr hljómsveitinni 200.000 naglbítum, Vísinda Villa, höfund Vísindabóka Villa, Villa úr Sveppa og Villa, veislustjórann Villa, fyrirlesarann Villa og/eða sjónvarpsmanninn Villa.

Villi hefur unnið sem dagskrárgerðarmaður í sjónvarpi og útvarpi í mörg ár, verið með sína eigin þætti og komið fyrir í öðrum.
Villi steig sín fyrstu skref í sjónvarpi árið 2000 í unglingaþáttunum AT sem sýndir voru á RÚV. Síðan þá má nefna þætti eins og Gettu betur (RÚV), Nei hættu nú alveg (Rás2/podcast),Toppstöðin (St2), Ameríski draumurinn (St2), Algjör Sveppi (St2) Út að grilla með Kára og Villa (S1), Bingó með Villa (S1) Hvernig sem viðrar. (RÚV) auk þessd að vera fastagestur í fjölmörgum öðrum og stýrt fjölda beinna útsendinga á öllum stöðvum.

Villi er höfundur metsölubókanna Vísindabækur Villa og var tilnefdur til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir fyrstu bókina í þeirri ritröð auk þess að hljóta verðlaun bóksala fyrir þá bók.

Villi er þaulvanur veislustjóri og hefur unnið við það í fjöldamörg ár. Hann hefur komið víða við og nýtir þá reynslu í uppá sviði og í fyrirlestrum sínum, sem fjall um skapandi hugsun og samstarf. Villi brúar kynslóðabilið svo sannarlega því hans verk höfða til barna, unglinga og fullorðinna.