Edda Björgvinsdóttir

Edda Björgvins er leikkona og fyrirlesari með meiru og er fastráðin leikkona við Þjóðleikhúsið. Áður en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands nam hún heimspeki við HÍ. Hún er MA í Menningarstjórnun og með diplóma í Jákvæðri Sálfræði frá Háskóla Íslands. Edda hefur leikið í ógrynni bíómynda og leikrita í gegnum tíðina ásamt því að hafa starfað sem höfundur og leikstjóri.

Meðfram leiklistinni hefur Edda haldið fyrirlestra og námskeið í velflestum stórfyrirtækjum landsins og nánast öllum fjölmennustu stéttarfélög landsins. Á námskeiðunum er boðið upp á ýmis konar þjálfun, t.d. tjáningu, ræðumennsku, styrkleikaþjálfun, þjónustutækni, húmor sem samskipta- og stjórntæki, heilsueflingu, leikræna tjáningu, framsögn o.fl.

Edda Björgvinsdóttir fékk Edduna 2018 fyrir besta leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni Undir Trénu og var valin besta leikkona í aðalhlutverki af Cinema Scandinavia árið 2017. Hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir leik sinn í kvikmyndinni Stella í framboði og síðar einnig tilnefnd til sömu verðlauna fyrir sjónvarpsþættina Eddan – engri lík.

Í Screen Daily fékk Edda þessa umsögn eftir frumsýningu myndarinnar í Feneyjum 2017: „Mynd­in er aft­ur á móti eign E. Björg­vins­dótt­ur sem stel­ur sen­unni. Hún spýt­ir út úr sér blóts­yrðum og sýn­ir heift­ina af slíku afli og ör­yggi að per­són­an henn­ar kemst sam­stund­is á lista yfir minn­is­stæðar ætt­mæður hvíta tjalds­ins.“