Rebecca Scott Lord

Rebecca Scott Lord er fædd í Bandaríkjunum og búsett á Íslandi síðan 2016. Rebecca er uppistandari, handritshöfundur, rithöfundur og skemmtikraftur. Hún lauk BA gráðu í myndlist í Baltimore árið 2014 og MFA í sviðslistum í LHÍ árið 2018. 

Rebecca er í uppistandshópnum Fyndnustu mínar og hefur síðustu ár unnið fjölbreytt verkefni, þ.á.m. sýninguna DJ Daddy Issues og karókí-þerapíu. Hún hefur einnig gefið út erótíska smásögbók, sem ber nafnið Drenched Dreams. Uppistand Rebeccu fær fólk til að hlæja og gráta og tengja. Hún snertir á persónulegum reynslusögum og upplifun sinni á íslenskri menningu sem útlendingur (það er þó ekkert minnst á verðið á bjórnum).

Upplýsingar og bókanir á bokanir@modurskipid.is

Uppistand

Uppistand Rebeccu fær fólk til að hlæja og gráta og tengja. Hún snertir á persónulegum reynslusögum og upplifun sinni á íslenskri menningu sem útlendingur (það er þó ekkert minnst á verðið á bjórnum).

Hópefli

Rebecca tekur að sér hópefli, upplestur á erótískum sögum, kokteilkennslu og fleiri skemmtanir innan fyrirtækja, vinahópa, í gæsunum og veislum.