Vilhelm Neto

Vilhelm Neto er leikari og grínisti. Hann útskrifaðist úr Copenhagen International School of performing arts, CISPA, vorið 2019. Frá útskrift hefur hann verið eftirsóttur skemmtikraftur og hefur komið fram bæði sem grínisti og veislustjóri víða. Einnig hefur hann leikið í fjölda auglýsinga, í bíómyndum, í áramótaskaupinu og er um þessar mundir að leika aðalhlutverk í sjónvarpsþáttaröð. Auk þess hefur hann sinnt dagskrágerð fyrir RUV. Vilhelm er meðlimur uppistandshópsins VHS sem hefur haldið vinsælar um land allt og gefið út sýningu á RÚV.

Hann er einnig þekktur fyrir sketsa sína sem hann birtir á samfélagsmiðlum.

Raddprufur